10.1.2010 | 09:49
Hvað á ég að þura að segja þetta oft...?
A. Við, almenningur í landinu, eigum ekki að borga þetta Icesave. Við fengum ekki þessa peninga og getur þar af leiðandi ekki skilað þeim.
B. Við, almenningur í landinu, getum ekki borgað þetta. Það er búið að prufa það að leggja óbærilegar byrgðar á þjóð og það fór ekki vel samanber þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina.
C. Ef Bretar og Hollendingar eru eitthvað óhressir með hvað kemur úr þrotabúi Landsbankans þá geta þeir höfðað má fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Punktur basta.
D. Við eigum að fara í skaðabótamál við þá fyrir að setja hryðjuverkalög á Íslenska ríkið. Skaðabæturnar skulu nema hærri upphæðum en það sem vantar uppá Icesave. Svo má tala um skuldajöfnun.
E. Ég veit ekki hvað Bretar og Hollendingar eru að semja við Íslendina. Þeir semja ekki við hryðjuverkamenn. Ef þeir halda að við séum hryðjuverkamenn þá skulu þeir bara standa fastir á sínum sjónarmiðum.
![]() |
Hvorki geta né eiga að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.