10.8.2010 | 14:22
Spaugstofunni hent út
en það eru alltaf nógir peningar til þess að senda endalaust út íþróttir. Spaugstofan er einn vinsælasti sjónvaarpsþáttur á Íslandi. Það væri nær að skera niður endalaustar íþróttir og íþrótta fréttir sem okkur koma ekkert við. Spaugstofan er spegill þjóðarsálinar og spila stórt hlutverk í menningu þjóðarinnar. Núna fær maður ekkert fyrir 17 þúsund krónu skattinn sem maður er neyddur að borga með hótunum um ofbeldi og eignaupptöku.
Spaugstofan lifir áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt. Sammála þér.
K.H.S., 10.8.2010 kl. 14:40
Hárrétt. Burt með íþróttafarganið, inná með Spaugstofuna.
Hvumpinn, 10.8.2010 kl. 14:47
Algjörlega sammála - fótbolta út og spaugstofu INN
Halla (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 14:56
Algjörlega ósammála. Íþróttir og þá sér í lagi fótbolti er svoleiðis langsamlega vinsælasta sjónvarpsefnið meðal alls almennings. Það eru bara örfáir kverúlantar, sem vissulega hafa hátt og eru kvartsárir, sem er í nöp við þær.
Zerataph (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 15:13
Spaugstofan var eitt af því örfáa sem ég horfði á á RÚV. Allt annað, butséð frá nokkrum brezkum þáttum, er tómt rusl. Ef gengið verður framhjá Baggalút og fengnir einhverjir ófyndnir skemmtikraftar (sem eru í hundraðatali á Íslandi) í staðinn, þá hætti ég alveg að horfa á RÚV. Í mínu ungdæmi var mikið af fyndnum mönnum, bæði í útvarpi og sjónvarpi, en nú er eru þeir allir horfnir. Það eina sem eftir stendur er ófyndinn aulahúmor meðalmennskunnar.
Það liggur annað og meira að baki þess að Spaugstofan var látin hætta en slæmur fjárhagur RÚV. Einhverjum á hæstu stöðum hefur mislíkað ádeilan hjá fjórmenningunum og hvíslað nokkrum orðum að Páli Magnússyni.
Vendetta, 10.8.2010 kl. 15:41
Vissulega horfa margir á fótbolta en samt ekki meirihluti þjóðarinnar. Mér finnst svo sem í lagi að hafa íþróttir á dagskrá en ég er samt ósáttur við hvernig þær eru látnar raska allri annarri dagskrá.
Varðandi Spaugstofuna þá vona ég að Randver fái að vera með þeim félögum ef þeir verða á annarri sjónvarpsstöð. Það var sjónarsviptir af honum.
Birkir Agnarsson (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.