16.9.2010 | 10:14
Íslandi í dag er 4 heims ríki - þökk sé x4flokkurinn
Frétt í DV í dag
http://www.dv.is/frettir/2010/9/16/island-keppir-vid-thridja-heims-riki/
Jafnvel þótt sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi hafi lýst því yfir á blaðamannafundi í júní að kreppunni væri tæknilega lokið, var samdráttur í landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi ársins meiri á milli ársfjórðunga en hann hefur verið síðan bankarnir hrundu haustið 2008. Nefndin miðaði við þá þumalfingurreglu að framleiðsla hefði ekki dregist saman sex mánuði í röð, en síðar kom á daginn að það var alrangt. Fullyrðingar AGS-manna tóku hins vegar ekki til þátta á borð við alvarlega skuldastöðu heimila, atvinnuleysi og landflótta þúsunda Íslendinga.
Á sama tíma hrapar Ísland niður á nýjum lista Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfustu hagkerfi heims. Ísland er nú í 31. sæti á þeim lista, en var í 26. sæti á seinasta ári. Hin Norðurlöndin eru öll langt fyrir ofan Ísland á listanum. Ísland keppir við þriðja heims ríki á mörgum sviðum efnahagskerfisins samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins.
Skýrsla Alþjóðaefnahagsráðsins dregur upp svarta mynd af Íslandi. Þannig má nefna að Ísland er samkvæmt skýrslunni með næst versta efnahagskerfi heims. Ísland situr í 138. sæti á listanum og aðeins Simbabwe er neðar en Ísland, en þar í landi er efnahagsstjórnin alræmd fyrir hörmulegar afleiðingar.
Einstakir hlutar efnahagskerfisins koma einnig mjög illa út í skýrslunni. Ísland situr í 139. og neðsta sæti á lista ríkja um jafnvægi í ríkisfjármálum. Lönd á borð við Líbanon, Tsjad og Ghana eru í næstu sætum fyrir ofan Ísland.
Ísland er ennfremur fjórða skuldugasta ríki heims miðað við verga landsframleiðslu. Ísland er hlutfallslega skuldugra heldur en Fílabeinsströndin og aðeins Líbanon, Simbabwe og Japan skulda meira.
Þá er Ísland í 66. sæti yfir ríki heims þar sem besta samkeppnisumhverfið er ríkjandi. Samkvæmt skýrslunni er það best í Tævan og Þýskalandi, en umhverfið hér á landi er sambærilegt því sem gerist á Filipseyjum og í Nígeríu. Rétt fyrir neðan okkur eru Úganda og Perú.
Ísland kemur einnig illa út í samanburði við önnur lönd um virka samkeppni í fjármálageiranum. Þar situr Ísland í 103. sæti rétt fyrir ofan Rúmeníu. Þá er hlutabréfamarkaðurinn hér á landi einn sá versti í heiminum. Ísland situr í 134. sæti á listanum yfir ríki þar sem fyrirtæki eiga auðvelt með að fjármagna sig með því að gefa út hlutabréf og setja þau á markað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.