4.11.2010 | 11:03
Vildarklúbbar andskotans
Konan mín gékk í Vildarklúbb Icelandair og hefur aldrei fengið kortið sent heim. Hún fékk ekki vildarpunkta þrátt fyrir að hafa flogið með þeim og vildarklúbbs númerið skráð við innritun.
Ég afhenti starfsmanni Icelandair stubbana og afrit af flugmiða til eftirá skráningar.
Ekkert hefur gerst og punkta staðan er ennþá 0. Síðan eru liðnir 10 mánuðir.
Þegar ég impraði á þessu við viðkomandi starfsmann sem vinnur reyndar í annari deild var mér bara svarað að hann hefði sent þetta mál sína leið og kæmi þetta ekki við lengur.
Þar sem Ísland er fjórða heims land virðist ekkert hægt að gera. Ef við byggjum í réttarríki væri hægt að kæra Icelandair fyrir þjófnað og henda forstjórum félagsins í fangelsi. Vildarpunktum er jú hægt að breyta í peninga.
Einnig sendi ég SAS Eurobonus stubba til eftirá skráningar fyrir konuna mína fyrir heimleiðina. Ekkert hefur gerst.
Nú hafa tveir "vildar" klúbbar andskotans hafið samstarf og útlitið er ekki gott fyrir flugfarþega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.