Vörnin er einföld

Í lýðræðisríki geta skattborgarar ekki borið endalausa ábyrgð á skuldum einkaaðila. Það er brot á grundvallarmannréttindum borgaranna að ætlast til þess að þeir séu frá fæðingu með óborganlega skuld á bakinu. Það er verra en þrælahald því þrælar fá þó frít fæði og uppihald. Við mmunum ekki hafa efni á því að fæða okkur né klæða ef Icesave martröðin verður að veruleika.

Ef við Íslendingar verðum dæmidir til að greiða allt Icesave dæmið uppí topp þá eru við einfaldlega gjaldþrota og verðum að leita nauðarsamninga og Parísarhópurinn mun taka við okkur fagnandi. Þá fyrst verður norræn velferð í boði farmiða með Norrænu að alvöru.

En, Steingrímur reddar þessu með 100% skatt á lífeyrissjóðina, gerir þá sem sagt upptæka og borgar glaðbeittur, ekkert mál. Það er hans von og vísa.

Lifið heil.


mbl.is Tekið til ýtrustu varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur nátttröllið Jógríma ekki notað sömu varnartaktík gegn ESA og hún notar gegn heimilunum á Íslandi? Þ.e. nýju-fötin-keisarans taktíkin! Sama og "I did not have sex with that woman...!

Almenningur (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 12:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta mál hefur aldrei snúist um hvort ríkissjóður Íslands eigi að borga að fullu innstæður upp á rúmlega 1.300 milljarða í evrum og pundum. Frá því að neyðarlögin voru sett haustið 2008 hefur alltaf legið fyrir að innstæðurnar kæmu að mestu leyti úr þrotabúinu, ef ekki að fullu. Það hefur líka alltaf legið fyrir að ef minna endurheimtist en 100% þá á tryggingaverndin að dreifast á innstæðueigendur miðað við 20.888 Evrur á mann af hálfu íslenska tryggingasjóðsins, en það sem umfram er fellur á viðbótartrygginguna sem Landsbankinn keypti í Bretlandi og Hollandi, og ef þá er eitthvað sem eftir stendur verður það eins og hver önnur krafa í þrotabúið sem þarf að afskrifa ef eignir þess duga ekki.

Það eina sem þessi deila varðar íslenska ríkið, er hvort því sé skylt að ábyrgjast fjármögnun tryggingasjóðsins. Í því samhengi er mikilvægt að vísa til þess að tryggingafélög starfa almennt ekki með ríkisábyrgð, og samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að veita einkafyrirtækjum ríkisábyrgð án endurgjalds. Slík fyrirgreiðsla jafngildir auk þess ríkisstuðningi, sem er almennt óheimill skv. EES samningnum.

Ekkert af þessu breytir samt neinu um þá staðreynd, að Bretar og Hollendingar sem ákváðu einhliða að dekka þetta allt saman að mestu leyti án þess að vera beðnir um það, munu að lokum hafa miklu meira upp úr því en ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki ráðist í eignabjörgun með setningu neyðarlaganna.

Þeir sem eiga hagsmuna að gæta í þessu máli eru fyrst og fremst:

  • Ríkissjóðir Bretlands, Hollands.
  • Aðrir og almennir kröfuhafar í þrotabú Landsbankans.

Þeir síðarnefndu hafa þegar verið afgreiddir með neyðarlögunum, sem eru búin að standast skoðun bæði ESA og Hæstaréttar. Miðað við stöðu þrotabúsins bendir allt til þess að hinir fyrrnefndu muni ganga tjónlausir frá viðskiptunum, meira að segja með hóflega ávöxtun á fjárfestingu sína. Dómstólar dæma almennt ekki skaðabætur nema sýnt sé fram á að tjón hafi orðið. Hér hefur það nú þegar verið bætt.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2011 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband