26.1.2012 | 15:00
RUV - Recycled Used Videos
RUV - Recycled Used Videos eða Boltavarpið eða Næturvarpið.
Marteinn Mosdal hlýtur að vera hæst ánægður með RUV þar sem það er ekkert nema bolta íþróttir og endursýnt efni í boði, næstum því. Ein dagskrá fyrir alla með nauðungar áskrift í gegnum skattheimtuna. Ef RUV ræki fataverslun væri ein stærð, ein gerð í boði fyrir alla. Ríkis.......allt!
Ég hef engan áhuga á íþróttum. Ég tel þessa ofuráherslu á bolta íþróttir ekki samrýmast tilgangi RUV.
Þeir fáu þættir sem hægt er að horfa á eru sýndir uppúr 22:30. Þá er ég einfaldega farinn að sofa. Sama er á helgunum þegar einstaka bíómyndir sem mig langar að horfa á eru sýndar eftir miðnætti. Flestar bíómyndir eru endursýndar eða ég hef séð þær áður.
Fréttir eru hund lélegar og þær hafa allar farið í gegnum þvottavél pólitískrar rétthugsunar. Kastljósið er lítið skárra.
Þetta hlýtur að vera dýrasta og verst rekna sjónvarpsstöðin í heimi.
Burtu með þessa vitleysu.
Kosið í stjórn RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er Hlynur Hallsson að gera þarna? Hvaða menntun eða reynslu hefur hann til að sitja í stjórn ríkisfjölmiðils? Var hann settur þarna af VG til að friða hann eftir að hann komst ekki á lista þarna á Akureyri (og drullaði eftir það allsvakalega yfir VG)?
Þetta er til háborinnar skammar.
Andri (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.