27.3.2009 | 08:49
Gjaldþrota lífeyrissjóðakerfi
Lífeyrissjóða kerfið einsog það er sett upp í dag er gjaldþrota. Skylduaðild að því er hrein skattheimta og eignaupptaka. Við erum með tvöfalt kerfi, bæði belti og axlabönd, bæði gjaldþrota. Ríkissjóður er gjaldþrota og lífeyrissjóðirnir geta eki staðið undir því hlutverki sem lagt var upp með. Þegar ég verð 67 ára og ætla að tala út þessar fáu krónur sem mér eru sagðar vera til í dag, verður ekkert eftir. Sjóðir eru sukk og svínarí. Þeir sem reikna dæmið til enda fá alltaf betri útkomu með því að leggja allt framlagið 12% inná verðtryggða reikning með vöxum. Því miður er búið að fara alla leið til dómstóla í Evrópu og fá það staðfest að þetta eigi að vera svona. Ég vil þá fá frá tryggingar frá sömu aðilum um að ég fái peningana mína til baka sem ég verð að borga nauður viljugur. Feitir forstjórar tapa svo 200 milljörðum á ofur launum og keyra um á lúxuskerrum. Raun ávöxtun uppá 1,7% undanfarin ár er einstaklega slakur árangur þegar banka bækur og ríkistryggðir pappírar hafa gefið langt um betri ávöxun. Til hvers að vera að borga 2000 milljónir í þetta lið sem nær ekki betri árangri. Þetta sukk og svínarí kemur frá Alþingi og þingmönnum sem finnst það bara sjálfsagt að setja lög sem brjóta í bága við Stjórnarskránna. Ætlar einhver að kjósa þetta lið? Vissulega hefur þetta kerfi sína kosti á meðan það virkar og það eru full frískir menn á yfir 400 þús kr launum frá lífeyrissjóðum af því að þeir hafa verið úrskurðaðir öryrkjar. Ríkið myndi alldrei borga fólki slíkt. Einnig eru þetta samtryggingar kerfi gott ef maður ætlar að verða mjög gamall. Sparnaður af venjulegum launum í ca 40 ár dekkar ekki framfærslu í önnur 40 ár.
Erfitt framundan hjá lífeyrissjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.