9.5.2009 | 10:48
Taílensk menningarhátíð í dag
Skyggnst inn í Gimstein Austursins
Taílensk menningardagskrá
Laugardagur 9. maí kl. 14:00
Háskólabíó, salur 3
Taílensk menning hefur sett sterkan svip á íslenskt samfélag undanfarin ár. Íslendingar hafa ekki síður en aðrar þjóðir tekið taílenskri matargerðarlist opnum örmum og fjölmargir hafa lagt land undir fót til að sækja þessa heillandi þjóð heim. Taílendingar hafa einnig sótt til Norðurslóðanna og teljast nú vera um 1300 íbúar á Íslandi sem eru af taílensku bergi brotnir. Í dagskránni verður varpað nánara ljósi á sérstæða sögu og menningu þessa lands sem, ólíkt nágrönnum sínum, tókst að halda Bretum og Frökkum í skefjum á nýlendutímanum og viðhalda sjálfstæði sínu. Fjallað verður um sögu landsins, stjórnamálaframvindu, tungumál og matargerðarlist auk þess sem sýndir verða taílenskir dansar.
- Cholchineepan Chiranond, sendiherra Taílands í Danmörku og Íslandi: Introduction to Thailand
- Poul Weber, heiðurskonsúll Íslands á Taílandi: The Thai Language
- Kjartan Borg, heiðurskonsúll Taílands á Íslandi: Tengsl Íslands og Taílands
- Vífill Magnússon arkitekt: Búddahof rís á Íslandi
- Tomas Boonchang, eigandi veitingastaðarins Ban Thai: Taílenskur matur, mmm...
Erindin verða flutt bæði á íslensku og ensku. Á milli fyrirlestra verða sýndir taílenskir dansar og lifandi tónlist. Dansarnir verða kynntir sérstaklega. Að fyrirlestrum loknum verður gestum boðið að bragða á taílenskum mat sem er í boði veitingahúsanna Núðluhússins, Krua Thai og Thai Shop.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og ASÍS Asíusetur Íslands standa að dagskránni í samvinnu við Taílensk-íslenska félagið og Sendiráð Taílands í Danmörku og Íslandi.
Allir velkomnir!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.