18.6.2009 | 12:47
Þeir fóru aldrei til tunglsins....
Ef þeir fóru einhvern tíman til tunglsins þá vill ég fá að sjá live myndir úr þessum gervihnetti þar sem sjást ummerkin um "geimfarana" og "búnaðinn" sem þeir skildu eftir. Til dæmis væri gaman að sjá farartækið sem þeir þóttust keyra um tunglið.
En það verður bið á því að ég fái að sjá slíkar myndir þar sem það var aldrei farið til tunglsins.
Á braut um tunglið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverjir fóru aldrei til tunglsins? Það "vill" ég gjarnan vita, snjalli Geir!
Högni V.G. (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 12:57
Lestu greinina sem vísað er á í fréttinni. Þar segir til dæmis að um borð í geimfarinu er öflugasta myndavél sem send hefur verið til tunglsins hingað til. Upplausn hennar er 0,5 metrar, sem er meira en nægilegt til þess að ljósmynda búnaðinn sem geimfararnir skildu eftir sig. Í Hadley rákinni t.a.m., lendingarstað Apollo 15, og í Taurus-Littrow dalnum, lendingarstað Apollo 17, munum við fá ljósmyndir af hjólförum tungljeppans.
Tungllendingarsamsærisbullið á við engin rök að styðjast.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 18.6.2009 kl. 13:07
Merkilegt hvað þessi goðsögn nær að lifa, þrátt fyrir öll mótrök sem eru óvéfengjanleg.
Bara ein rök voru næg til að sannfæra mig um að tungllendingin var raunveruleg: Rússar sögðu ekki stakt orð um að Kaninn hefði ekki lent! Helduru ekki að Rússarnir voru með alla sjónauka, kíkja og huglesara pírða á tunglinu meðan Kaninn fór þarna upp? Helduru ekki að þeir hefðu hoppað á tækifærið að skjóta niður Kanann þegar þeir sögðust hafa lent á tunglinu?
Binni (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 14:35
Að einhver skuli enn trúa á þetta tunglendinga samsæri er náttúrulega bara heimska. Það er margsannað að USA lentu á tunglinu. Þú ert ekki mjög snjall !
Geiri (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 15:05
Ég mæli sérstaklega með Mythbusters - Moon Hoax.
Eftir þennan þátt er bara ekki hægt að neita því að menn fóru til túnglsins.
http://www.youtube.com/watch?v=Wym04J_3Ls0 góða skemmtun :)
Viktor (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 15:12
Sæll Geir,
Það er ennþá til fólk sem heldur því statt og stöðugt fram að jörðin sé flöt. Það þýðir hinsvegar ekki að það sé rétt eða það séu raunveruleg rök fyrir því. Ég hef séð þó nokkra þætti hér um þessa moon-hoax og eins lesið talsvert um þetta og mér hefur heldur lítið fundist til koma til þeirra raka sem hafa verið notuð. Það hafa verið allskonar rök færð að því að ljósgjafar hafi verið fleiri en sólin og vísað til skugga sem snúa að því er virðist í ýmsar áttir. Þeir sem hafa fært þau rök hafa augljóslega aldrei tekið ljósmyndir utandyra í sólskini. Og svo mætti áfram telja. En þeir sem hafa bitið þetta í sig munu aldrei láta sér segjast svo það er svosem tilgangslaust að rökræða við fólk sem býr til ný rök þegar það er komið í þrot;)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 16:51
Hahahahaha er komin ný skilgreining á orðinu "Snjall"? Síðan 1969 hafa menn verið að mæla fjarlægðina á milli tungls og jarðar með laser sem er skotið á spegla á tunglinu.
Fólk sem neitar að trúa því að það hafi verið lent á tunglinu trúir væntanlega líka á jólasveininn og tannálfinn. Jafn gáfulegt.
Stebbi (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 18:29
KANINN LENDI VÍST Á TUNGLINU. Kaninn er snjall og er mesta herveldi heims og það er ekkert sem að þú getur gert í því og þá ég meina EKKERT.
Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 20:17
Eitt af því sem tunglfarar skildu eftir sig a´tunglinu var spegill sem er notaður enn þann dag í dag. http://en.wikipedia.org/wiki/Lunar_Laser_Ranging_Experiment
Hilmar (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 10:42
Ef að Apolo 11, 12,14 og 15 lentu ekki á tunglinu, hvers vegna hefði Kaninn þá sagt frá því að Apolo 13 lenti ekki á tunglinu. Hvers vegna hefði Kaninn þá átt að ljóstra upp um það að geimfarið sem að hann notaði við þessar ferðir hafi bilað? Ef þetta var allt saman tilbúningur, hvaða hag hafði kaninn þá af því að "búa til" sögu þar sem að allt fer úrskeiðis hjá honum og að geimfarið hafi ekki lent á tunglinu.
Jóhann Pétur Pétursson, 19.6.2009 kl. 12:41
Þetta er allt saman ein skrökvuligi,
Ingólfur Arnarson kom aldrei til Íslands og ekki heldur hann Flóki. Snorri Sturluson var aldrei til. En Jólasveinninn er til og það er alveg dagsatt.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 17:54
Þakka góð viðbrögð.
Bankarnir stóðu sterkir í júni 2008. Bankastjórinn sagði það! Endurskoðendurnir söguð það! Var það þá ekki bara satt. Annað kom í ljós.
Írak var fullt af gjöreyðingarvopnum. Bandaríkjamenn sögðu það og bretarnir líka. Þá hlýtur það bara að vera satt. Annað hefur bara komið í ljós.
Agent Orange! Það hefur alldrei verið sýnt fram á að þetta efni sé skaðlegt mönnum með vísindalegum aðferðum. Efnið hefur ekkert með öll vansköpuðu börnin í Víetnam. Bandaríkjamenn segja það svo að það hlýtur bara að vera satt. Við vitum betur.
Og svo má lengi telja upp kjaftæði sem tengist "pólitískum rétt-trúnaði". Slíkur rétt-trúnaður er bara ekki alltaf réttur.
Ég hef horft á þátt um "ferðirnar" til tunglsins þar sem farið var yfir myndir og videotökur sem orkuðu tvímælis. Forsvarsmaður NASA gat ekki útskýrt eða mótmælt einu einasta aðtriði. Það var sorglegt að horfa á manninn.
Það er hinsvegar rétt sem Stebbi segir að það er spegill sem er á tunglinu sem notaður er við mælingar á vegalengdinni á milli jarðarinnar og tunglsins. Spegillinn hefði alveg eins geta verið sendur þangað með ómönnuðu geimfari.
Það er ekkert video til að því sem ég hefði viljað sjá af tunglinu og loftæminu. Það er að sjá stein og fjöður falla til tunglsins í jafnri hröðun.
Ef við fáum hinsvegar að sjá fersk sönnunargögn um veru og brambolt geimfara á tunglinu þá hef ég fengið nýjar upplýsingar þa er sjálfsagt að skipta um skoðun. Þangað til hef ég mína skoðun á málinu og á meðan "sönnunargögnin" eru ekki af betri gæðum en komið hefur fram þá stend ég á mínu.
Lifið heil og gangi ykkur vel að boga IcesLave! Þið eru sannfærð um að við getum borgað, er það ekki?
SnjalliGeir
P.S. Ég er ekki byrjaður á atburðunum í USA 11 september 2001.
Snjalli Geir, 21.6.2009 kl. 09:22
Ég skal vera memm í 9/11 samsærum, sérstaklega með byggingu 7 og ítök Síonista á Bandaríkjunum.
Stebbi (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 15:15
Ég held að þetta sé rétt hjá öllum, sko það er alveg augljóslegt, að myndirnar frá fyrstu tungllendingunni eru falsaðar en aftur móti spyr maður sig , af hverju voru þeir að falsa myndir af lendingunni osvfr. ef þeir hafa farið til tunglsins?
Og þá gæti svarið verið að það er svo mikið um E.T. activity þarna í kring að það var ekki hægt með nokkru móti að notast við upprunalegu myndirnar úr ferðinni til tunglsins vegna þessa. Og það er eitthvað sem almenningur fær ekkert að vita um opinberlega strax.
Eða svo segja þeir allavega.
dont take my word 4 it, just do the research your self :D
Siggi (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 15:28
Snjalli Geir. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að áætla að þú hafir aðgang að myndskeiða-vefsetrinu „You-Tube.com“. Að því gefnu færi ég þér hér svokallaðan „net-hlekk“ yfir á ákveðið mynd-skeið sem þú hefur í fáfræði þinni gleymt að kynna þér.
http://www.youtube.com/watch?v=lq8J6LeUuOE
Halldór Eldjárn (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 19:51
„Það er að sjá stein og fjöður falla til tunglsins í jafnri hröðun.“
Þú hlýtur að vera að meina á jöfnum hraða, því hröðunin fer parabólískt stig-vaxandi.
Halldór Eldjárn (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 19:54
Sækó
27 (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 12:49
"Jöfn hröðun" er rétt hjá Snjalla-Geir. Þyngdarhröðun á tunglinu er fasti og þar sem loftmótstaða er engin ætti hröðunin að vera jöfn (þ.e. sú sama) fyrir bæði stein og fjöður.
Maelstrom, 24.6.2009 kl. 12:02
Finnst engum það skrýtið að 750.000 kassar af frumeintökum af filmum, ljósmyndum ofl hafa "týnst" í þjóðarbókasafni Bandaríkjamanna. Væri ekki einfaldast að sanna eða afsanna ef fólk fengi orginal fæla, en þeir eru því miður "týndir". Það er allt í lagi að vera tortrygginn en það á þá við um bága bóga, af hverju ættu ég að trúa því að þeir hafa farið !
ólinn (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 16:24
Auðvitað fóru þeir aldrei til tunglsins, kínjverjar stefna á tunglið 2015 - 2020 eða þegar tæknin leyfir!
Haldiði virkilega að fyrir túmum 40 árum, og það fyrir tíma tölvunnar að þeir hafi haft tækni til þess að lend á tunglinu?
Fræðilega hefðu þeir getað farið til tunglsins, en þá bara one way.
Snjallasti Geir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 17:42
þeir höfðu ekki tækni eða getu í þetta .. eruði vitlausir eða ? ekki séns að þeir hafi getað lend geimfari á túnglinu svo auðveldlega þarsem það er fáránlega erfit vegna þyngdarleysis , einhvern vegin stór efast ég um að einhver skapaður hlutur hafi virkað hjá þeim á þessum tíma , enda hefur það marg sannað sig að nasa er ekki frægt fyrir hluti sem virka , geta ekki einu sinni komið sýnum til jarðarinnar án þess að eyðilegja þetta . allavegana hef ég séð nokkrar heimildar myndir um þetta og mér fannst það alveg merkilegt að sjá fánan blögta eða eina og það væri vindur , og segið mér eitt . Til hvers ætti Fult af fólki að vera búa til heimildarmyndir sem hafa kostað sitt , sem væru svo bara bull ?
gæti samt svo bara alveg verið að þeir hefðu gert þetta en þá mættu þeir sýna mér myndband af túnglendinguni með fánanum ekki blögtandi eins og það væri vindur .
eyþír (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 03:17
Eyþór, það að aðdráttarafl tunglsins sé lítið gerir það bara auðveldara fyrir að lenda á tunglinu, því það þarf töluvert minni orku fyir lendingu og lofttak.
Halldór og Maelstrom, ef við skoðum aðstæður stutt frá plánetunni (miðum við að g sé fasti), er það staðsetningin sem breytist parabólískt, hraðin fyrir stigvaxandi eftir fyrsta stigs falli en hröðunin er alltaf jöfn. Hins vegar þegar við tölum um t.d. lengingu á tunglinu (þar sem við erum með mun lengri vegaleng), komumst við að því að g er alls ekki fasti heldur eykst þyngdaraflið (parabólískt) með minnkandi radíus (g = m/r^2). Það breytir því þó ekki að við sjáum engann mun á steininum og fjöðurinni ef við sleppum þeim samtímis nálægt yfirborði tunglsins.
Axel (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 12:02
"Haldiði virkilega að fyrir túmum 40 árum, og það fyrir tíma tölvunnar að þeir hafi haft tækni til þess að lend á tunglinu?"
Kíkið á þetta:
http://en.wikipedia.org/wiki/Apollo_Guidance_Computer
Jón Snjallsteinn (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.