Helgi Hóseasson látinn

Helgi var hetja, hugsjónarmađur og var hinn sanni mótmćlandi sem aldrei lét deigan síga.  Viđ ţurfum á fleirum slíkum ađ halda sérstaklega nú á dögum ţegar ađ okkur er sótt úr öllum áttum. Megi bölvađa hrokafulla presta pakkinu svelgjast á skyrinu og minnast Helga.

Blessuđ sé minning hans.

 

 

Helgi Hóseasson látinn


Helgi Hóseasson lést á elliheimilinu Grund í morgun 89 ára ađ aldri. Helgi sem nefndur hefur veriđ mótmćlandi Íslands fćddist í Höskuldsstađaseli í Breiđdal ţann 21. nóvember 1919. Hann var nćstelstur fjögurra systkina. Frá ţessu var greint í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Helgi var menntađur húsasmíđameistari, en ţau réttindi hlaut hann áriđ 1941. Foreldrar hans voru ţau Marsilía Ingibjörg Bessadóttir og Hóseas Björnsson.

Helgi var ţekktur fyrir mótmćli sín allt frá árinu 1962 gegn meintu órétti sem honum finnst hann hafa veriđ beittur af íslenska ríkinu allt frá ţví ađ hann fćddist. Í seinni tíđ hefur hann einnig mótmćlt stuđningi Íslensks ríkisvalds viđ stríđ og ójöfnuđ.

Óréttlćtiđ sem Helgi sagđist ţurfa ađ líđa fólst í ţví ađ hann gat  ekki fengiđ kirkju, dómstóla eđa annađ yfirvald til ađ rifta skírnarsáttmála sínum. Kirkjan og samfélagiđ vildu ekki viđurkenna ađ hann vćri ekki lengur bundinn loforđum gefnum viđ skírn og fermingu. Ţrátt fyrir ítrekađar tilraunir og ađstođ lögfrćđings fékk  Helgi aldrei kröfum sínum framgengt.

Helgi var einnig ţekktur fyrir ađ hafa slett skyrhrćringi á forseta Íslands, biskup og alţingismenn viđ ţingsetningu áriđ 1972. Ţegar Helgi var spurđur í viđtali á Útvarpi Sögu í júní 2007 af hverju hann hefđi skvett skyri en ekki einhverju öđru sagđist hann ekki hafa viljađ skađa sjón mannanna međ sýru eđa öđru hćttulegu. Seinna skvetti Helgi svo tjöru og ryđvarnarefni á alţingishúsiđ ásamt ţví ađ brjóta í ţví rúđu.

Áriđ 2003 kom út heimildarmyndin Mótmćlandi Íslands, sem fjallar um Helga, eftir Ţóru Fjelsted og Jón Karl Helgason. Myndin var tilnefnd til Eddunnar fyrir bestu heimildarmyndina sama ár.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband