Sumir eru bara einfaldlega heppnari en aðrir

að vinna bæði með 5 rétta og 100.000 kall í Joker.  Ég vona að vinningshafanum haldist á þessum verðmætum og endi ekki uppi fátækari en hann var á föstudagskvölið.  Lifið heil.
mbl.is Ætlar að hætta í vinnunni eftir lottóvinning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumir kaupa miða í lottó, aðrir ekki.

 Ekkert með heppni að gera.

BTG (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 16:43

2 identicon

Það var nú einhvern tíman gerð könnun á þessu, sem að leiddi í ljós að flestir þeir sem vinna mikla fjármuni í fjárhættuspilum eru búnir að missa þau öll frá sér á ný á einungis nokkrum árum.

Því miður man ég engar prósentur hvað þetta varðar.

Ég held einfaldlega að flestir kunna illa með peninga að fara og stórir lottovinningar veiti þeim einungis skammvinna gleði.

Árni (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 17:18

3 identicon

Eitt er víst ef að ég myndi vinna 25 milljónir í lottó myndi ég ekki hætta í vinnunni minni, vona að þessi ungi maður geri sér grein fyrir því að 25 milljónir geta verið jafn fljótar að fara og þær eru að koma, og þá sérstaklega nú á dögum.

Hann getur kannski haft það ágætt í tvö ár og hvað þá ? Það verður ekki auðvelt að koma sér á vinnumarkaðinn aftur eftir að hafa verið að "leika sér " í tvö ár.

Skynsamlegra væri af drengnum að kaupa sér lítið húsnæði staðgreitt, ætti að vera hagstætt nú á dögum að STAÐGREIÐA húsnæði , það er allavega ekki hætta á því að lán hækki upp úr öllu veldi. Halda svo áfram sínu striki í lífinu vinna og leggja 10 milljónir inn á banka og segi það ekki kannski henda milljón í að leika sér aðeins fara erlendis og kaupa sér eitthvað fallegt.

En umfram nota þessa peninga til að mennta sig, vera í hlutastarfi og nota vextina af peningunum síðan upp í daglegt líf, s.s bensín mat osfrv...

Finnst ekki boða gott að drengurinn ætlar að hætta að vinna og einbeita sér áð tónlist ......... Og hvað svo langar mig að spyrja hann - vonandi kemur einhver vitinu fyrir í þessum dreng  

Kannski ljótt að segja þetta, en held að peningarnir hafi ekki lent á góðum stað

Solla Bolla (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 18:53

4 identicon

hvaða hvaða? Kannski vill hann koma sér á framfæri sem tónlistarmaður. Og ekki myndi ég kaupa húsnæði ef ég væri hann, frekar flytja af landi brott.

katla (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 19:08

5 identicon

Mér finnst gott að hann ætlar að gera það sem hugurinn stendur til. Ég vona bara að honum nýtist tónmentunin.

Til hamingju með þetta.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 21:04

6 identicon

Solla, þetta er einhver sú mest niðurdrepandi athugasemd sem ég hef lesið í dag. Ef þú hefur ekki einhverjar frekari upplýsingar um þennan mann þá held ég að þú ættir að láta hann njóta vafans. Og svo gefur þú honum það heilræði að nota peningana í menntun? Meinar þú þá einhverja aðra menntun en tónlistarmenntun. Sorry mér finnst bara einstaklega hrokafullt að kalla það að einbeita sér að tónlist að "leika sér".

Það er hægt að gera ýmislegt við 25 kúlur, ef það veldur samruna vinnu og áhugamáls er ég viss um að hann muni ekki sjá eftir því.

Vilhjálmur Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 05:45

7 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ef þetta er einhleypur barnlaus maður, þá er nú hægt að lifa sæmilegasta piparsveinslífi, með því að leigja herbergi eða litla íbúð.  Þ.e. vextirnir duga ásamt því sem hann gæti unnið sér inn með tónlistinni.  Alla vega í nokkur ár.  Maður er ævina á enda að taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu, því ekki að taka svona tækifæri og gera eitthvað sem mann virkilega langar til.

Hjóla-Hrönn, 27.10.2009 kl. 15:09

8 identicon

Með menntun meina ég nú bara menntun hvort sem að það er tónlistarmenntun eða ekki, eins og ég sagði þá vona ég bara að strákurinn nýti þennan vinning með þeim hætti að framtíðin verði björt hjá honum þannig að hann standi ekki verr uppi þegar að vinningurinn klárast .

Maður hefur bara heyrt þó nokkur dæmi um það að fólk fái vinninga og finnist eins og þeir geti sigrað heiminn með nokkrum milljónum.

Eins og ég segi vonandi gerir hann eitthvað skynsamlegt við vinninginn. Ég ætlaði nú ekkert að særa einn né neinn með þessu kommenti.  Og "leika sér " í tvö ár , ég orðaði þetta svona því að það er ekkert víst að allir komi sér áfram á tónlist, því væri skynsamlegt af drengnum að mennta sig samhliða tónlistinni og ef menntunin er á tónlistarsviði þá er hann allavega öruggur um vinnu í framtíðinni ef að sóló ferilinn gengur ekki upp

Solla Bolla (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 17:25

9 identicon

Átti nú ekkert að vera illa meint, þegar að ég las þetta var mér bara hugsað til fólks; ungt par  sem að ég þekki til, þau unnu líka í Lottó keyptu sér stórt hús (út á landi) og tvo nýja bíla, þau hættu að vinna og áttu nokkrar milljónir inn á banka. Þau föttuðu það ekki að peningar geta haft vængi ef ekki er rétt hugað að þeim.

Innistæðan kláraðist fljótt, enda fasteignagjöld og rekstrarkostnaður á svo stóru húsi ekki neinir smáaurar og rekstur bifreiðana - þau enduðu í gjaldþroti og misstu allt  þrátt fyrir að húsið var svo gott sem alveg skuldlaust (1 milljón áhvílandi og það var til að borga ekki eignaskatt)

Solla Bolla (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband