18.11.2009 | 16:17
Brot á stjórnarskránni - Fjármagnstekjuskattur af verðbótum
Ólögleg eigna upptaka með því að skattleggja vexti sem eru lægri en verðbólgan. Verðbætur eru ekki tekjur sagði Pétur Blöndal á Alþingi þegar lögin um fjármagnstekjuskatt voru sett. Núna er há verðbólga, og lágir raunvextir. Það fer allt í skatta. Þetta er brot á sjórnarskránni þegar rýrnandi höfuðstóll er skattlagður.
"Frítekjumark" á fjármagnstekur breytir þessu ekki. Er allt í lagi að stela frá þér ef þú átt mikla peninga inná bankareiknin?
Steingrímur er að brjóta drengskaparheit sitt með því að leggja til þessi ólög og gera eigur fólks upptækar. Skamm skamm.
Þriggja þrepa skattkerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta styrkir bara þá skoðun manns að ég flytji úr landi þegar námi er lokið. Sem er leiðinlegt því þetta er gott land.
Ragnar (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:29
Já vinstri stjórn hrekur þá úr landi sem vinna og búa til verðmæti fyrir land og þjóð. Eftir sitja þurfalingar, listamenn og álíka. Þeir sem eitthvað eiga koma því í burtu, þannig að þetta mun koma í bakaið á þessum fjármálasnillingum í VG og Samfó. En Ragnar vittu til, áður en þú lýkur námi verður þessi stjórn á bak og burt.
Baldur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:33
Það verður gaman daginn sem Steinaldargrímur snýr aftur í jarðfræðina.
axel (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:01
Það á svo sannarlega að sjá til þess að hér vilji ekki nokkur maður með metnað búa. Hugmyndafræði þessa fólks er fávitaleg.
Jóhann (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:54
Þessi hugmyndafræði hefur virkað annarstaðar og þar er ekki allt í kalda koli eftir hugmyndafræði gáfumannafélagsins.
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 18:04
Arthur hvar hefur þessi hugmyndafræði virkað ?
Svíetríkjunum ? kúbu ? Kóreu ? Kína ?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 19:31
Norðurlöndunum öllum og mörgum öðrum vestrænum ríkjum.
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 19:41
Er enginn kommi og skil ekki svona ofstæki. Reyndar er hvergi meiri hagvöxtur en í Kína en ekki veit ég neitt um skattamál þar.
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 19:43
Arthur hefur þú farið til Svíþjóðar eða talað við Svía nýlega?
Þar er allt að fara til fjandans og er búist við miklum breytingum í náinni framtíð. Meðal annars kenna Svíarnir of háum sköttum og vinnuletjandi "velferðarumhverfi" um það hvernig komið er fyrir Sænskum efnahag.
Á meðan Svíarnir eru að fara að hugsa til framtíðar hugsar "Norræna velferðarstjórnin" í það minnsta 40 ár aftur í tímann. Ég hugsa að ég komi ekki aftur heim í þetta volæði og þessa eymd sem nú gapir framan í íslenska þjóð.
Ex island (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.