Hann vill ekki tala um bindiskylduna

Með því að lækka bindiskylduna og afnema hana síðan fengu bankarnir heimild frá Davíð Oddsyni og engum öðrum til að lána út endalaust.  Og bankarnir gerðu það!  Því fór sem fór.  Bindiskyldan er miklu áhrifameira stjórntæki á peningamagn í umferð heldur en stýrivextir og verðbólgumarkmið.  Með bindiskyldunni verða til hömlur á útlán og peningar hlaðast inná reikning hjá Seðlabankanum.  Bindiskyldan er handbremsan á útlán.  Davíð tók handbremsuna af en tuðaði í sínu horni um hvað bankarnir væru að þenjast út.  Hann hefði átt að taka í handbremsuna og koma í veg fyrir alla þessa útþenslu.  Það er ekki af ástæðulausu að fólk vill Davíð út úr Seðlabankanum.  Hann og Sjálfstæðis klíkan undirbjó jarðveginn fyrir bankanna sem hefur komið okkur í koll núna.  Lifið heil.
mbl.is Uppskeran eins og sáð var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég las í Financial Times í vor að það væri 'sérstök útgáfa minimalisma' að styðjast eingöngu við stýrivexti.

Lúðvík Júlíusson, 18.11.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband