Þjóðverjar hvað? Bíðum aðeins...

Voru bankar Kaupþings ekki dótturfélög og lutu þar af leiðandi fjarmálaeftirliti og lögum í Þýskalandi? Þar af leiðandi koma þessar innstæður íslenskum yfirvöldum ekkert við.   Vour bankar Kaupþings  útibú...eða hvað???   Er búið að ljúa okkur full eða hvað?  Eigum við, skattgreiðendur á Íslandi, bara að borga allan pakkan, þessa 12.000.000.000.000 kr. (tólf þúsund milljarða króna)  Var Kaupþing með útibú í Þýskalandi eftir allt saman. 

Fyrst sagði ég þegar bankakreppan skall á alvöru: "Ég er ekki svartsýn, ég sé svarthol".  Svo þegar leið á sagði ég "Lengi getur vont versnað" en þegar Steingrímur J sagði það sama á Alþingi þá varð ég að taka upp nýtt slagorð: "Það sér ekki fyrir endan á vitleysunni". Svo kom 365, í dag TM og það verður víst eitthvað annað í komandi viku.  Það á víst vel við í dag.  Næsta slagorð verður: "Við munum ekki geta borgað allt saman upp áður en sólin brennur út".  Sá sem segir að sólin muni alltaf koma upp að morgni fer nefnilega með fleipur því að endanum mun sólin brenna út og verða að svartholi.  Það er greinilegt að ég sé langt inn í framtíðina.


mbl.is Þjóðverjar lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband