Stéttarfélögin hafa heldur ekkert að gera þarna

Stéttarfélögin hafa ekkert að gera í stjórnum lífeyrissjóðum landsmanna því að stéttarfélögin eiga ekkert í þessum sjóðum.  Nauðungaráskrift að þessum sjóðum er bara svívirða og enn ein skattheimtan þar sem launamaðurinn hefur ekkert val um ávöxtun eða hvernig honum er stjórnað.

Ég myndi vilja getað valið á milli "samtryggingastjóðs" eða séreignarsparnaðar 100%.  Ég vildi að ríkissjóður byði uppá 100% öruggan sjóð / séreignarinnlán með lágri raunávöxtun (3,5% up)  til mótvægis sem vilja taka þátt í hlutabréfa / skuldabréfa spilavíti með ævisparnaðinn sem við erum skyldug að taka þátt í við núverandi aðstæður.

Sjóðsfélagar eiga að kjósa stjórn lífeyrissjóðanna á hverju ári í almennri kosningu, punktur og basta.


mbl.is Vilja atvinnurekendur burt úr stjórnum lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það væri nær að skylda okkur að kaupa Ríkiskuldabréf 5000kr til 10000kr á mánuði , þessa fasta greiðslu en ekki % prósentu af laununum , Ríkiskuldabréfin sem svo yrðu vistuð í Seðlabanka Íslands og fólk fengi þessi bréf greidd inn á sína reikninga þegar það er 60 ára eða 65 ára eða 67 ára og getað vaxtað það þar og notað að vild í ellinni, sá sem deyr í dag td 60 ára tapar öllum Lífeyrisgreiðslunum,ættingjar eða hinn hjónabandsaðilinn fær ekkert af sparnaðinum, Lífeyrasjóðurinn hirðir allt það sem viðkomandi hefur lagt í Lífeyrissjóðinn á ævi sinni, stór þjófnaður þar á ferð og hreinlega eru þetta Glæpasjóðir með atvinnurekendum innandyra sem eru að lána sínum fyrirtækjum og vinum , en ekki eigendum sjóðanna, ég myndi vilja skoða "Lánabók" Lífeyrisjóðs GILDI

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband